Í mannauðsstefnum flestra fyrirtækja og stofnana er lögð áhersla á heilsu og vellíðan starfsfólks. Vellíðan starfsfólks skilar sér ekki aðeins í meiri árangri starfsfólks heldur getur líka fækkað fjarvistum vegna veikinda. Fjárfesting í heilsu og vellíðan starfsfólks getur því verið mjög arðbær fyrir fyrirtæki, hvort sem litið er til ímyndar, vinsælda vinnustaðar eða afkomu.

Það rímar vel við áherslur Even Labs. Meðferðir okkar stuðla að meiri vellíðan og betri heilsu.

Meðferðir og vandamál

Þær meðferðir sem Even Labs býður upp á hafa sérstaklega góð áhrif á veikindi og vandamál sem fjölmargir Íslendingar glíma við. Allar meðferðirnar eru hættulausar og notaðar í sama tilgangi víða um heim þó þær séu flestar nýjar á Íslandi og því ekki í boði annars staðar. Hér að neðan er listi yfir algeng veikindi eða vandamál og hvaða meðferðir henta best við þeim.

Sweat Spa Rauðu ljósin Hljóðbylgjur Þrýstimeðferð Kuldameðferð
Streita & kvíði X X X X
Svefnvandamál X X X
Bjúgur X X X X
Bólgur X X X X
Gigt X X X X

Gjafabréf í áskrift

Fyrirtæki geta keypt gjafabréf í áskrift, sem koma í tölvupósti við hverja endurnýjun, þau er síðan hægt að senda á þá starfsmenn sem eiga það skilið hverju sinni. Hver sem er getur notað þessi gjafabréf í allt að 12 mánuði frá því þau voru gefin út, en öllu jöfnu eru gjafabréf Even Labs einskorðuð við kaupandann.

Áskriftin miðast við 5 x 10.000 kr. gjafabréf í hverjum mánuði, en hægt er að kaupa fleiri en eina áskrift, ef fjöldi gjafabréfa er ekki nægilegur hverju sinni.

Ef óskað er eftir mun stærri pökkum, er velkomið að senda póst á info@evenlabs.is með upplýsingum um fyrirtækið, tengilið og símanúmer og við látum heyra í okkur.

Aðrar sértækar vörur fyrir fyrirtæki & sérfræðinga

Hér að neðan eru sértækar vörur sem henta fyrirtækjum/sérfræðingum/ferðaþjónustufyrirtækjum. Hvort sem um er að ræða einskiptis kaup á gjafabréfum, bókanir fyrir minni hópa sem vilja nýta aðstöðuna fyrir rólega sameiginlega stund án utanaðkomandi truflunar, sérfræðinga sem geta nýtt tækin okkar til þess að bæta við þjónustuúrvalið hjá sér o.fl.