Í mannauðsstefnum flestra fyrirtækja og stofnana er lögð áhersla á heilsu og vellíðan starfsfólks. Vellíðan starfsfólks skilar sér ekki aðeins í meiri árangri starfsfólks heldur getur líka fækkað fjarvistum vegna veikinda. Fjárfesting í heilsu og vellíðan starfsfólks getur því verið mjög arðbær fyrir fyrirtæki, hvort sem litið er til ímyndar, vinsælda vinnustaðar eða afkomu.

Það rímar vel við áherslur Even Labs. Meðferðir okkar stuðla að meiri vellíðan og betri heilsu.

Meðferðir og vandamál

Þær meðferðir sem Even Labs býður upp á hafa sérstaklega góð áhrif á veikindi og vandamál sem fjölmargir Íslendingar glíma við. Allar meðferðirnar eru hættulausar og notaðar í sama tilgangi víða um heim þó þær séu flestar nýjar á Íslandi og því ekki í boði annars staðar. Hér að neðan er listi yfir algeng veikindi eða vandamál og hvaða meðferðir henta best við þeim.

Sweat Spa Rauðu ljósin Hljóðbylgjur Þrýstimeðferð TrueDark
Streita & kvíði X X X
Svefnvandamál X X X X
Bjúgur X X X
Bólgur X X
Gigt X X X X

Fyrirkomulag

Fyrirtækjum er boðið upp á stighækkandi afslátt eftir umfangi viðskipta, hvort sem keyptir eru tímar í stakar meðferðir í hverjum mánuði eða áskriftir fyrir hluta eða alla starfsmenn, sem er hagstæðari leið.

Bókanir í meðferðir fara fram hér

Sóttvarnir

Viðskiptavinir eru einir í klefa svo ekki er smithætta á milli viðskiptavina. Allir snertifletir eru sótthreinsaðir á milli meðferða og starfsfólk og viðskiptavinir eru með grímu ef nauðsynlegt er að fjarlægð á milli þeirra sé minni en 2 metrar.

Áskriftarleiðir sem henta fyrirtækjum:

Neðangreindar áskriftarleiðir er hægt að kaupa með stighækkandi magnafslætti.

Fáðu frekari upplýsingar eða tilboð með því að senda okkur fyrirspurn á info@evenlabs.is