Kynningartími – Prófa nokkrar meðferðir

6.995kr. 60 min.

Kynningartíminn veitir þér aðgang að heilsulindinni Even Labs undir leiðsögn, þar sem þú færð að prófa nokkrar meðferðir ásamt því að fá kynningu á þeim öllum.

Núverandi viðskiptavinir eru janframt hvattir til þess að panta kynningartímann, enda viljum við nota tækifærið og kynna fyrir þeim nýja og spennandi möguleika sem snúa að auknum opnunartíma fyrir þá sem fá lyklalaust aðgengi að Even Labs. Hægt er að sækja um lyklalaust aðgengi samhliða því sem maður bókar kynningartímann.

Kynningartilboðið er hægt að bóka með örlítið meiri fyrirvara en aðrir bókanlegir tímar, en síðan er mögulegt að færa tímann eða hætta við hann með tveggja klukkutíma fyrirvara, inni á mínum síðum, ef eitthvað kemur uppá.

Flokkur: