valkostur í vellíðan

Even Labs býður upp á frábæra valkosti fyrir þá sem vilja taka heilsu og vellíðan í eigin hendur. Hvort sem þú vilt brjóta upp daginn, styrkja sál og líkama, ná góðri slökun, vinna á hverskonar bólgum eða fá hraðari endurheimt (recovery), ættir þú að lesa áfram eða kíkja við.

Rauðljósa meðferð

Sweat Spa

Kuldameðferð

Hljóðbylgjunudd

Þrýstinudd

Áskriftarpakkar

Skráðu þig í áskrift, komdu eins oft og þú vilt og vertu betri útgáfan af sjálfum þér. Even Labs býður upp á fjölmarga áskriftarpakka, þannig að allir ættu að finna áskrift við hæfi. Gott er að byrja með allan pakkann og færa sig síðan í hnitmiðaðri áskriftarleið þegar maður veit betur hvað hentar. Áskrifendur fá jafnframt afslátt af öðrum meðferðum, vörum og þjónustu.

GIGTAR PAKKINN

Sérstaklega sniðinn að þörfum fjölmargra ánægðra viðskiptavina okkar sem eru með vefjagigt. Við mælum með daglegum tímum fyrstu 1-2 vikurnar.

Þessi pakki hentar jafnframt þeim sem sökum vinnu sinnar eða af öðrum ástæðum, þjást af bólgum eða eru með viðvarandi bjúg.

RECOVERY PAKKINN

Íþróttamenn og allir þeir sem ætla sér að ná framúrskarandi árangri í íþróttum, ættu að kynna sér þennan pakka.

Hröð endurheimt (recovery) er lykilatriði þegar kemur að því að eiga kost á því að æfa sömu vöðvahópana daglega. Hér erum við að bjóða upp á Normatec þrýstinudd ásamt rauðljósa meðferð.

SLÖKUNAR PAKKINN

Frábær pakki fyrir þá sem sinna annasömu starfi og þurfa að geta kúplað sig út úr amstri dagsins, hafa upplifað einkenni kulnunar eða þá sem eru að vinna sig upp úr kulnun eða örmögnun.

Við erum með 15-20 mínútna meðferðir, þannig að auðvelt sé að koma þeim við innan dagsins.

KynningaRTILBOÐ

Komdu og prófaðu allar meðferðirnar okkar einu sinni fyrir aðeins 15.995,-

J

meðferðir

Even Labs býður upp á fjölbreyttar meðferðir, sem allar eiga það sammerkt að bæta lífsgæði og líðan, aðstoða fólk við að vinna á bólgum og verkjum ásamt því að þær stuðla með beinum sem og óbeinum hætti að jákvæðum áhrifum á vellíðan þeirra sem nota þær. Við leggjum metnað okkar í að bæta við nýjum meðferðum og skipta núverandi meðferðum út fyrir aðrar betri þá og þegar þurfa þykir.

Hér að neðan er hlekkur, þar sem þú getur kynnt þér meðferðirnar okkar í stuttu máli, en síðan er alltaf best að bóka, koma og prófa.

Rannsóknir

Við hjá Even Labs leggjum okkur fram um að finna tæki og lausnir, sem byggja á vísindalegum rannsóknum. Við leitumst við að halda utan um þessar upplýsingar og birta þær jafnóðum á síðunni eða vísa rannsóknarniðurstöður. Við leggjum áherslu á það við okkar viðskiptvini að þeir taki ábyrgð á eigin heilsu. Að því sögðu, þá mælumst við alltaf með því að fólk, sem er í meðferð hjá lækni eða öðrum fagmanni, hafi samráð við lækni ef viðkomandi tekur endanlega ákvörðun um breytingar á inntöku lyfja eða hyggst fara óhefðbundnar leiðir. 

Hafðu samband

Staðsetning

Faxafen 14
108 Reykjavík

Skoða á korti

 

Opnunartími

Mánudaga-Föstudaga:
9.00 – 18.00

Laugardaga:
11.00 – 14.00