Með persónuverndarstefnu þessari er skýrt hvernig HHB&W ehf. kt. 640719-0600, Faxafeni 14, 108 Reykjavík, fer með persónuupplýsingar meðlima sinna og viðskiptavina.

Even Labs er umhugað um örugga meðferð persónuupplýsinga

Við virðum rétt þinn til einkalífs og tryggjum að öll meðferð persónuupplýsinga sé ávallt í samræmi við ákvæði gildandi laga og reglugerða um persónuvernd og meðferð persónupplýsinga.

Við tryggjum að persónuupplýsingar séu ekki afhentar óviðkomandi þriðju aðilum og sérhver miðlun persónuupplýsinga á sér aðeins stað með samþykki viðkomandi eða í samræmi við heimild í gildandi persónuverndarlöggjöf. Við virðum sjálfsákvörðunarrétt þinn varðandi alla meðferð persónuupplýsinga og í persónuverndarstefnu þessari er nánar lýst hvernig þú getur haft áhrif á það hvernig persónuupplýsingar þínar eru notaðar.

Persónuverndarstefna þessi inniheldur upplýsingar um hvernig Even Labs meðhöndlar persónuupplýsingar um þig, s.s. um söfnun, varðveislu og öryggi þeirra.

A. Hvað eru persónuupplýsingar?

Persónuupplýsingar eru sérhverjar persónugreindar eða persónugreinanlegar upplýsingar um hinn skráða, þ.e. upplýsingar sem beint eða óbeint má rekja til tiltekins einstaklings, látins eða lifandi. Persónuupplýsingar geta verið nafn, símanúmer, netfang, debet eða kreditkortanúmer, ip-tala eða upplýsingar um vörukaup einstaklings.

B. Hvernig safnar Even Labs persónuupplýsingum?

Við söfnun eftirfarandi persónuupplýsingum um viðskiptavini og áskrifendur:

  • Nafn
  • Kennitala
  • Andlitsmynd (síðar)
  • Fingrafar/Augnmynd (síðar)
  • Netfang
  • Heimilisfang
  • Símanúmer
  • Upplýsingum um áskriftarsamninga
  • Upplýsingar um vörur og þjónustu sem keypt er. 

Við söfnum persónuupplýsingum m.a. í eftirfarandi tilvikum:

  • Þegar þú kaupir tíma í meðferðir, á staðnum eða á vefnum.
  • Gerir áskriftarsamning(a).
  • Þegar þú notar heimasíðuna okkar www.evenlabs.is.
  • Þegar þú samþykkir að fá fréttabréf, tilboð og/eða annað kynningarefni.
  • Þegar þú stofnar aðgang á Mínum síðum Even Labs.
  • Þegar þú skrifar ummæli eða gefur vörum okkar og þjónustum einkunn á evenlabs.is
  • Þegar þú hleður inn myndum eða öðrum persónulegum skjölum eða upplýsingum í gegnum Mínar síður.

Aðgengi að Even Labs verður mögulega stýrt á einhverjum tímapunkti með fingrafaraskanna eða augnskannakerfi. Til virkja aðgang áskrifenda, yrði því fingrafar vísifingurs skannað og/eða tekin mynd af auga viðkomandi og það geymt í augnskannakerfinu ásamt andlitsmynd, hvort tveggja er eingöngu til notkunar við aðgangsstýringu. Þessar upplýsingar eru eingöngu geymdar meðan viðskiptavinur er með virkan áskriftarsamning.

Þá kunna einnig að safnast myndbandsupptökur af þér í öryggismyndavélakerfi Even Labs, þegar og ef slíkt kerfi verður sett upp. Tilgangur öryggismyndavélakerfis er einkum öryggis- og eignavarsla, til að gæta hagsmuna félagsins, viðskiptavina þess, starfsmanna eða annarra.

C. Hvernig nota Even Labs persónuupplýsingar?

Even Labs notar persónuupplýsingar þínar alla jafna í þeim tilgangi að vinna beiðnir eða viðskiptafærslur, veita þér fyrsta flokks þjónustu, upplýsa þig um þjónustu sem við teljum að þú hafir áhuga á og í tengslum við viðskiptareikning þinn hjá fyrirtækinu. Persónuupplýsingar kunna að vera notaðar í eftirfarandi tilgangi: 

  • Til að sinna beiðni þinni um áskriftarsamninga eða endurnýjun saminga og við önnur framkvæmdarleg atriði í tengslum við samninga.
  • Við framkvæmd viðskipta, s.s. í tengslum við reikninga, halda utan um kaup á þjónustu, vörum, aðgangsstýringu og bókhaldskerfi.
  • Við innri stjórn, s.s. áætlanagerð, verkaskiptingu, stefnumörkun, gæðakerfi, eftirlit, endurskoðun.

D. Geymsla aðgangs- og aðildarupplýsinga.

D.1. Aðgangsupplýsingar

Upplýsingar um áskriftarsamninga er skráð í tölvukerfi Even Labs. Þessar upplýsingar eru ekki nýttar í neinum tilgangi öðrum en til öryggis og til að tryggja hagsmuni Even Labs vegna aðgangs og notkunar á þjónstu Even Labs.

Notkunarupplýsingar eru geymdar að hámarki í 6 mánuði eftir að áskrift lýkur og eru aðgengilegar félögum á heimasíðu félagsins í gegnum Mínar síður. Þessar upplýsingar eru ekki hagnýttar á neinn máta til markaðssetningar eða annarra samskipta.

Þessum upplýsingum er ekki miðlað til annara aðila nema í þeim tilfellum sem tiltekið er í lið E.

Viðskiptavinur getur hvenær sem er óskað eftir að notkunarsögu hans sé eytt. Viðskiptavinur þarf að koma á skrifstofu Even Labs, þar sem hann þarf að sýna persónuskilríki svo að aðgerðin sé framkvæmd.

D.2. Aðildarupplýsingar

Upplýsingar um samninga/námskeið eru geymdar að hámarki í 2 ár eftir að samningi/námskeiði lýkur. Þetta er eingöngu gert til að gera félögum kleyft að fá endurgreiðslukvittanir og upplýsingar um eigin saminga/aðildir.

Þessar upplýsingar eru ekki nýttar af Even Labs á neinn máta nema í þeim tilgangi að veita félögum sem besta þjónustu í þeirra þágu.

E. Miðlun persónuupplýsinga

Við miðlum persónuupplýsingum í eftirfarandi tilvikum:

E.1. Stéttarfélög, opinberar stofnanir og fyrirtæki vegna sértækra samninga.

Ef viðskiptavinur hefur gert samning við stéttarfélag, opinberar stofnanir, vinnuveitanda eða aðra aðila sem fara fram á staðfestingu aðildar eða notkunar þá veita Even Labs þeim aðilum upplýsingar samkvæmt samningi félaga við viðkomandi aðila.

Forsenda slíkrar miðlunar er samningur á milli viðkomandi aðila og félaga, Even Labs veita engar upplýsingar nema samkvæmt því sem sá samningur heimilar.

E.2. Þjónustuaðilar og verktakar.

Í sumum tilvikum munum við notast við þjónustuaðila og verktaka til að sinna þjónustu fyrir okkar hönd.

Ef slíkir þriðju aðilar þurfa að nota persónuupplýsingar þínar í tengslum við þessa þjónustu, tryggjum við að þeir noti þær aðeins í þeim eina tilgangi og ekki í öðrum ósamrýmanlegum tilgangi. Þá tryggjum við einnig að þeir haldi trúnað um upplýsingarnar og/eða að upplýsingunum sé skilað til okkar þegar þeir hafa ekki lengur þörf á þeim.

Í öðrum tilvikum en að framan greinir kunna Even Labs að nota persónuupplýsingar í samræmi við tilgang með söfnun þeirra, s.s. þegar slíkt reynist nauðsynlegt til að gæta hagsmuna þinna, til að uppfylla ákvæði laga eða fyrirmæli yfirvalda, til að grípa til varna vegna krafna sem settar hafa verið fram og til að gæta hagsmuna, verja eigur eða önnur réttindi Even Labs, viðskiptavina okkar, meðlima, starfsmanna eða ef almannahagur krefst þess. Slík notkun persónuupplýsinga kann að eiga sér stað til að varna svikum eða við rannsókn á slíkum brotum.

F. Þinn réttur; uppfærsla skráningarupplýsinga

Við veitum þér ákveðinn rétt til að ákveða hvernig við förum með persónuupplýsingar þínar. Þú getur upplýst okkur um þá ákvörðun þína með ýmsum hætti. Ákvörðun þín um að vilja ekki að persónuupplýsingar þínar séu notaðar munu ekki hafa áhrif á hagsmuni þína eða þjónustu hjá Even Labs.

Við munum ekki senda þér markpóst eða sms skilaboð nema þú hafir áður veitt samþykki fyrir að fá slíkar sendingar. Ef þú kýst að veita slíkt samþykki, afturkalla það eða uppfæra persónuupplýsingarnar þínar ellegar ef þig vantar nánari upplýsingar um persónuverndarstefnu okkar, getur þú sent okkur tölvupóst á skrifstofa@evenlabs.is

G. Spurningar og aðstoð

Ef þú hefur spurningar í tengslum við þessa persónuverndarstefnu eða þarfnast annarrar aðstoðar þá getur þú sent okkur tölvupóst á skrifstofa@evenlabs.is

H. Breytingar á þessari persónuverndarstefnu

Við áskiljum okkur rétt til að breyta þessari persónuverndarstefnu hvenær sem er en við munum upplýsa þig um slíkar breytingar með því að vísa til dagsetningar breytinganna efst á síðunni. Við hvetjum þig til að fara ítarlega yfir persónuverndarstefnu okkar þannig að þér sé ljóst hvernig persónuupplýsingar þínar eru notaðar. Verði gerðar efnislegar breytingar á persónuverndarstefnu þessari sem breyta því hvernig við notum persónuupplýsingar og slíkar breytingar fara ekki saman við þann tilgang sem lýst er í persónuverndarstefnunni, munum við upplýsa um slíkar breytingar með góðum fyrirvara áður en þær taka gildi.

I. Notkun á vafrakökum

Þessi vefsíða notar vafrakökur (cookies) til að bæta upplifun þína. Með því að heimsækja evenlabs.is samþykkir þú skilmála um vafrakökur. Við notum jafnframt vafrakökur á ­Mínum síðum til að halda utan um heim­sóknir og til að þekkja aftur þá sem nota Mínar síður. Þegar þú notar vef Even Labs verða til upplýsingar um heimsóknina. Even Labs miðlar þeim ekki til annarra nema þegar eftiritsaðilar með starfseminni eiga rétt á slíkum upplýsingum samkvæmt lögum. 

Það er stefna Even Labs að nota vafrakökur sparlega og með ábyrgum hætti. Vilji notendur vefsins ekki að vafrakökur sé vistaðar er einfalt að breyta stillingum vafrans svo að hann láti vita af kökum eða hafni þeim með öllu. 

Nánari upplýsingar varðandi eyðingu eða stjórn á vafrakökum er að finna á howtogeek.com. Notkunarmöguleikar þínir á vefsíðu Even Labs gætu takmarkast við slíkar breytingar.

Google Analytics er notað til ­mæl­inga á vefnum. Þar safn­ast upp­lýs­ingar við hverja heim­sókn á vef­inn, til dæmis um dag­setn­ingu og tíma heim­sóknar, hvernig not­and­inn kemur inn á vef­inn, hvaða vafra og hvernig tæki hann notar og hvort notast er við leitarorð. Þessi gögn gefa okkur verðmæta inn­sýn í hvernig við getum þróað vef­inn og end­ur­bætt virkni hans út frá þörfum not­enda. Engum frekari upplýsingum er safnað um hverja komu og ekki er gerð tilraun til að tengja slíkar upplýsingar við aðrar persónugreinanlegar upplýsingar.

Google Tag Manager er notað til mælinga á notkun hakreita (e. checkbox) á vefnum.

* „cookies“ – sérstök skrá sem komið er fyrir á tölvu notanda sem heimsækir viðkomandi vef og geymir upplýsingar um heimsóknina. 

J. SSL skilríki

Evenlabs.is notast við SSL-skilríki sem þýðir að öll samskipti eru dulkóðuð en það gerir gagnaflutning í gegnum vefinn öruggari.

SSL skilríki varna því að óprúttnir aðilar komist yfir gögn sem send eru í gegnum vefinn, eins og t.d. lykilorð og persónuupplýsingar. Með skilríkjunum eru upplýsingar sem sendar eru milli notenda vefmiðlara dulkóðaðar og gögnin sem flutt eru á milli skila sér á réttan stað á öruggan máta.

Vef­ur­inn er hýstur á Íslandi hjá fyr­ir­tæki með alþjóðlega ör­ygg­is­vottun (ISO 27001).

K. Kortaupplýsingar vegna vefverslunar

Þegar þú pantar vöru í vefversluninni eru upplýsingar um kreditkortið þitt aðeins vistaðar á meðan viðskiptin fara fram. Kortafyrirtækin geyma kortaupplýsingar þínar í öruggum kerfum sínum, en ekki á greiðslusíðunni sjálfri.

Um leið og pöntunin er staðfest og þú færð staðfestinguna í hendur verður öllum upplýsingum um kortið þitt eytt úr kerfinu. Kortaupplýsingar þínar eru öruggar á meðan ferlinu stendur.

Fyrir frekari upplýsingar um öryggi greiðslu þinnar vísum við á heimasíðu Kortaþjónustunnar.