Meðferðirnar okkar
Hér að neðan getur þú kynnt þér meðferðirnar okkar í stuttu máli, en síðan er alltaf best að bóka, koma og prófa.
Rauðu ljósin
Sweat Spa
Kuldameðferð
Hraðslökun
Þrýstinudd
Rauðu ljósin
Rauðljósameðferð samanstendur af tveimur bylgjulengdum af ljósi. Annars vegar á bylgjulengdinni 660 nm (red light) og hins vegar 850 nm (near infrared light). Hægt er að velja um aðra bylgjulengdina eða báðar í einu í meðferðunum hjá Even Labs. Ljósin eru skaðlaus en ábatarnir eru margir. Á undanförnum áratugum hafa um 4000 rannsóknir verið gerðar á rauðu og innrauðu ljósunum og skrifaðar bækur um þau kraftaverk sem ljósin hafa gert. Sömu bylgjunlengdir af ljósi koma frá sólinni við sólarupprás og sólarlag.
660 nm ljósið er sýnilegt ljós og virkar vel á húð og húðvandamál. Flestir sem hafa stundað þessa meðferð segjast hafa yngst um 10 ár. Þetta ljós hefur frábær áhrif á ýmsa húðsjúkdóma, eins og psoriasis, exem og rósroða, en flýtir líka fyrir því að húðin jafni sig og grói eftir t.d. uppskurði, brunasár og önnur sár. Ljósið ýtir undir náttúrulega myndun kollagens í húðinni og gerir húðina því unglegri, minnkar hrukkur og fínar línur og gerir húðina rakari.
850 nm ljósið, sem er ekki sýnilegt ljós, fer hins vegar inn í vefina í líkamanum, hitar þá, mýkir, eykur blóðflæði og minnkar bólgur. Það hefur fjölmörg jákvæð áhrif, meðal annars verkjastillandi því bólgur og bólgusjúkdómar eru að verða sífellt algengari í hinum vestræna heimi.
Við mælum með því að vera í nærfötum í meðferðinni svo ljósið nái að lýsa á húðina.
Einnig bjóðum við upp á Andlitsljós, sem nota má samhliða öðrum meðferðum.
Joovv Rauð ljós
Andlitsljós
Sweat Spa
Í meðferðinni liggur þú í góðu yfirlæti á bekk með kodda og í jogging galla, vafin(n) í plast og infrared teppi, hálfgerðan svefnpoka. Meðferðin sjálf tekur 55 mínútur og síðustu mínúturnar reynast mörgum erfiðar. Algengast er að stilla hitann á 75°C en hægt er að fara upp í 85°C. Fyrir framan þig er sjónvarp þar sem þú getur horft á Netflix. Til að ná hámarksárangri mælum við með að hendurnar liggi meðfram líkamanum allan tímann, fyrir utan þegar þú færð þér vatn. Mikilvægt er að drekka mikið vatn og ef þú stundar sweat reglulega að gæta þess að fá næg steinefni.
Ef þér líður þannig að þú sért að brenna á ákveðnum svæðum, t.d. á kálfum eða rassi, skaltu færa þig aðeins til. Við komum til þín með kaldan þvottapoka þegar um 15 mínútur eru eftir af meðferðinni. Auk þess komum við til þín að lágmarki einu sinni til tvisvar á meðan á meðferðinni stendur, til að ganga úr skugga um að allt sé í lagi hjá þér. Ef þér líður mjög illa vegna hita, skaltu taka hendurnar og jafnvel bringuna út úr infrared pokanum, en halda áfram með meðferðina.
Þú mátt búast við að svitna meira en þú hefur nokkurn tímann gert og ef þú stundar einhvers konar líkamsrækt máttu búast við að svitna meira en venjulega næstu daga á eftir.
Ástæðan fyrir því að við erum ekki með sturtur er sú að við mælum ekki með að fara í sturtu fyrr en nokkrum klukkustundum eftir sweat. Þú mátt það alveg, en við mælum með því að gera það ekki.
Við mælum ekki með að drekka kaffi eða koffíndrykki nokkrar klukkustundir fyrir meðferðina. Mikilvægt að vera í langerma bol, síðbuxum og sokkum, það er einnig mögulegt að leigja jogging galla á staðnum.
Sweat Spa
Kuldameðferð – x°Cryo
Even Labs notar xCryo 1000 frá Finnska hátæknifyrirtækinu Cryo Tech Nordic. Fyrst um sinn munum við eingöngu bjóða upp á andlitsmeðferð, en við munum með tíð og tíma bjóða upp á fleiri meðferðir sem kalla á meiri sérfræðiþekkingu og munu því ekki falla undir áskriftarkerfi Even Labs.
- Kalt loft (-30°C ) flæðir jafnt á andlitið
- Minnkar bólgur
- Frískar viðkomandi við
- Gott fyrir húðina, eykur kollagen framsleiðslu
- Minnkar bólur og snýr við skallamyndun
Cryo Facial
Hraðslökun
Hljóðbylgjunudd (Low frequency vibration) tæknin frá Neurosonic styður við náttúrulega leið líkamans til að slaka á og aðstoða við endurheimt (recovery). Það eru fáar betri aðferðir til að takast á við örmögnun og ná djúpri slökun. Þó ber að hafa það í huga að mikilvægt er að koma nokkrum sinnum fyrstu tvær vikunar til að finna raunverulegan mun.
Svefn
Hljóðbylgjunudd hefur róandi áhrif á líkamann, sjálfvirka taugakerfið og hugann. Framleiðsla á stresshormónum minnkar og eðlilegir svefn ferlar eru endursettir. Svefninn verður betri, hvíldin verður betri, endrheimt betri og minna er um andvökunætur.
Afslöppun
Hljóðbylgjunudd aðstoðar líkamann við að ná stöðuleika í sjálfvirka taugakerfinu, sérstaklega í symptatíska taugakerfinu. Hljóðbylgjunuddið hefur þau áhrif að róa taugarnar og gefur miðtaugakerfinu skilaboð um að slaka á og slökkva á “fight and flight mode”.
Virkni líffæra
Hljóðbylgjunudd virkjar blóðhringrás og virkni innyfla, þar sem ósjálfráð taugaviðbrögð eru aukin. Seratónín magn eykst samhliða, sem eykur vellíðan.
Verkjastilling
Einn af lykilþáttunum í tækninni á bakvið Neurosonic, er að ná að hafa jákvæð áhrif á ósjálfráða taugakerfið, á öruggan og áhrifaríkan hátt, sem gerir líkamanum kleift að vinna að bata. Taugakerfið róast niður, sogæðakerfið verður virkara og verkir linast. Líkaminn verður afslappaðri og svefninn verður betri.
Frekari upplýsingar má finna á http://neurosonictechnologies.com/#technology
Hraðslökun
Þrýstinudd
Það er engin tilviljun að flestir af bestu íþróttamönnum heims nota Normatec reglulega. Þar má nefna LeBron James, Cristiano Ronaldo, Katrín Tanja Davíðsdóttir, Aron Einar Gunnarsson og Aron Pálmarsson. Even Labs er með nýjustu og öflugustu útgáfuna af Normatec, Normatec Pro, og hægt er að velja á milli meðferðar á fótum, höndum eða mjöðmum.
Algengast er að viðskiptavinir Even Labs noti þrýstinuddið til að minnka bjúg og auka liðleika, með frábærum árangri.
Helstu ábatar af Normatec:
- Minnkar bjúg og bólgur
- Flýtir endurheimt eftir æfingar
- Kemur í veg fyrir harðsperrur
- Minnkar verki í vöðvum
- Eykur árangur í íþróttum
- Aukinn liðleiki og hreyfanleiki
- Fjarlægir líkamann við mjólkursýrur og önnur efni sem safnast upp á æfingum
- Minnkar vöðvaþreytu
- Minnkar líkur á æðahnútum
- Hefur góð áhrif á blóðrás og sogæðakerfi
Algengast er að íþróttafólk noti Normatec eftir æfingar til að flýta endurheimt, en endurheimt er mjög mikilvæg fyrir þá sem vilja ná árangri í íþróttum.