Hér að neðan er samansafn spurninga sem við höfum fengið frá viðskiptavinum, ásamt svörum við þeim. Endilega láttu okkur vita ef þú finnur ekki svör við þinni spurningu. Smelltu á fyrirsagnirnar hér að neðan, til að fá frekari upplýsingar um hvern lið. Ef þú finnur ekki svörin við þínum spurningum, sendu okkur þá línu á info@evenlabs.is og við reynum að svara þér við fyrsta mögulega tækifæri.

Leiðbeiningar um lyklalaust aðgengi, hvort sem það eru upplýsingar um lásinn, tækin eða annað sem viðkemur því, má finna hér (opnast í nýjum glugga).

 

Bókunarkerfið
  • SPURT Hvernig bóka ég tíma hjá ykkur? SVARAÐ Þú smellir þú á “Bóka” hnappinn efst á síðunni, á miðri Forsíðunni eða við þá meðferð sem þú vilt bóka á Meðferðarsíðunni. Þegar þú ert búin(n) að velja dagsetningu, tíma og velja meðferðarúrræði (þar sem það á við), er smellt á Bóka hnappinn fyrir neðan viðkomandi meðferð. Næst eru fylltar út grunnupplýsingar (þeir sem hafa bókað áður geta líka skráð sig inn hér) um þig, velur greiðslumáta, ásamt því að fara yfir og samþykkja skilmálana okkar. Bókunin er loks staðfest með því að smella á “Panta” hnappinn.
  • SPURT Ég keypti eða fékk gefins Kynningartilboð eða Gjafabréf frá ykkur, hvernig bóka ég tíma? SVARAÐ Ef þú hefur bókað tíma hjá okkur áður, byrjar þú á því að skrá þig inn á “Mínar síður”, en ef þú ert að bóka í fyrsta skipti – smellir þú á “Bóka” hnappinn efst á síðunni, á miðri Forsíðunni eða við þá meðferð sem þú vilt bóka á Meðferðarsíðunni. Þegar þú ert búin(n) að velja dagsetningu, tíma og velja meðferðarúrræði (þar sem það á við), er smellt á Bóka hnappinn fyrir neðan viðkomandi meðferð. Næst eru fylltar út grunnupplýsingar (þeir sem hafa bókað áður geta líka skráð sig inn hér) um þig, velur greiðslumáta, ásamt því að fara yfir og samþykkja skilmálana okkar. Bókunin er loks staðfest með því að smella á “Panta” hnappinn.
  • SPURT Hvað ef ég kemst ekki í bókaðan tíma? SVARAÐ Þegar farið er inn á “Mínar síður” er hægt að skoða allar bókanir og afbóka framtíðar bókanir. Ef þú ætlar að afbóka innan við 30 mínútum fyrir tímann, er ekki hægt að afbóka á netinu – en þá er þeim mun mikilvægara að hringja í okkur – hvort sem þú ert í áskrift eða keyptir stakan tíma. Þeir sem hafa greitt fyrir tímann fyrirfram – mega endilega senda okkur tölvupóst og biðja okkur um að færa tímann eða afbóka á netinu og senda okkur póst og óska eftir því að fá sent gjafabréf sem nota má síðar.
  • SPURT Afsláttarkóðinn/Gjafabréfakóðinn sem ég er með vikar ekki, hvað geri ég þá? SVARAÐ Afsláttarkóðar og Gjafabréf eru í einhverjum tilfellum skilyrt þannig að aðeins sé hægt að bóka staka tíma – þeir renna líka út á einhverjum tímapunkti. Sama hver ástæðan kann að vera, viljum við endilega heyra í þér. Sendu okkur afsláttarkóðann á tölvupósti og við könnum málið.
  • SPURT Ég get þetta bara ekki – þetta er of flókið! SVARAÐ Kíktu við og við hjálpum þér að bóka fyrsta tímann. Þegar þú ert búin(n) að gera þetta einu sinni og vista innskráningarupplýsingarnar inn á “Mínar síður”, þá er þetta ekkert mál. Ef þetta á við um þig, þá er það ekkert feimnismál, margir hafa verið í þínum sporum en bóka núna sjálfir án vandræða.

 

Áskriftirnar
  • SPURT Hvað má ég koma oft á dag, viku, mánuði? SVARAÐ Þú mátt koma eins oft og þú villt, það eru aðvitað æskilegt að koma aðeins einu sinni á dag, en þú mátt gjarnan koma í nokkrar meðferðir í hverri heimsókn. Við mælum einnig með því að fólk komi frekar stíft í byrjun (2-3 sinnum í viku að lágmarki) þannig að áskrifandinn finni sannarlega mun á sér. Síðan má koma sjaldnar – en best er að koma a.m.k. einu sinni í viku.
  • SPURT Nú er ég komin(n) með áskrift, hversu oft á ég að koma og í hvaða röð? SVARAÐ Það fer auðvitað eitthvað eftir áskriftarleiðum, en til þess að gefa þér einhverja hugmynd, þá er hér tillaga að dagskrá fyrir þá sem eru í öllum pakkanum: Einn daginn kemur þú í Sweat Spa og ferð í Þrýstinudd strax á eftir til að tryggja frekari vatnslosun. Næsta dag kemur þú í Rauðljósameðferð, færð Cryo Facial kuldameðferð til að auka kollagenframleiðsluna enn frekar og endar í Hljóðbylgjunuddinu. Mikilvægt að koma daglega fyrstu 10 dagana eftir að komið er í áskrift, til að koma sér á strik (get Even), þú þarft ekki endilega að vera þjakaður af verkjum eða líkamlegum kvillum til að finna mikinn mun á þér líkamlega og andlega eftir tíu daga endurteknar komur til okkar..
  • SPURT Hvernig segi ég upp áskriftinni minni? SVARAÐ Skráðu þig inn á mínar síður og segðu áskriftinni upp þar. Ef lágmarksbinding áskriftar er liðinn, er áskriftinni lokað um leið og henni er sagt upp. Inneignir sem fylgja áskriftum renna út um leið og áskrift er sagt upp.

 

Sweat
  • SPURT Eru dæmi um fólk, sem ætti ekki að vilja svitna? SVARAÐ Allir þeir sem eru viðkvæmir fyrir miklum hita, hafa nýlega undangengist aðgerð eða eru 
  • SPURT Ég er með hjartasjúkdóm, get ég mætt? SVARAÐ Við mælum með því að þú ræðir það við læknirinn þinn áður en þú bókar þér tíma. Jafnframt beinum við því til viðskiptavina okkar að fara rólega af stað, taka hendurnar uppúr og jafnvel hætta áður en tíminn er búinn á meðan maður nær upp þoli.
  • SPURT Fæ ég innilokunarkennd í sweat? SVARAÐ Við höfum fengið til okkar fólk sem er haldið innilokunarkennd, sumir kjósa þá að hafa opið fram á gang þegar þeir eru komnir í pokann, og/eða hafa hann lítillega opinn.
  • SPURT Get ég verið með skartgripi á mér í sweat? SVARAÐ Við mælum ekki með því, en það er ekkert sem mælir gegn því.
  • SPURT Hversvegna er mælt gegn því að fara í sturtu beint á eftir sweat’inu? SVARAÐ Það er fyrst og fremst vegna þess að líkamshitinn hækkar á meðan meðferðinni stendur og er það stór hluti af ávinningi þess að fara í Sweat. Jafnvel þótt farið sé í heita sturtu, eru allar líkur á því að þú sért að kæla líkaman niður.