Viðskiptaskilmálar Even labs

Almennir skilmálar:

  • Tímakort gilda í takmarkaðan tíma, í sérstökum tilfellum er hægt er að óska eftir framlengingu gildistíma með þvi að senda póst á info@evenlabs.is
  • Viðskiptavinur sem kemst ekki í skipulagðan tíma, skal leitast við að færa tímann á nýja tímaseningu í gegnum “mínar síður”, með hæfilegum fyrirvara (innan klukkutíma) ella hringja í 4197770 ef tíminn er skemmri. Sé tíminn ekki færður til með hæfilegum fyrirvara, er ekki endilega hægt að gera það eftirá.
  • Engar endurgreiðslur eru í boði, hvort sem það á við um staka tíma, tímakort eða áskriftir. 
  • Vörukaup miðast við að varan sé sótt til okkar í Faxafen 14.

Áskriftir – Lykilatriðin á mannamáli:

  • Þú getur sagt áskriftinni upp með þriggja mánaða fyrirvara, við látum þig vita með rúmlega þeim fyrirvara ef við hækkum verð.
  • Þú pantar tíma á netinu – verðlagning okkar tekur mið af því að viðskiptavinir panti sjálfir tíma á netinu.
  • Þú og aðeins þú getur nýtt þér áskriftina og forföll þarf að boða með að lágmarki klukkutíma fyrirvara, annað er brot á samningnum.
  • Þegar keypt er áskrift með inneignum, gilda inneignir í takmarkaðan tíma en þó aldrei lengur en gildistími áskriftarinnar. Með öðrum orðum, þegar áskriftinni er sagt upp, verður inneignin ógild samhliða burtséð frá gildistíma inneignarinnar og ekki endilega mögulegt að nýta inneignina síðar ef áskrift er endurnýjuð síðar.
Gildistími og uppsögn áskriftar

Svo lengi sem áskriftin er í gildi, verður mánaðargjaldið dregið af uppgefnu korti áskrifanda.

Inneingarkort, sem keypt eru sem hluti af áskrift (inneignaráskriftir) eða viðbótarinneignir sem keyptar eru til viðbótar, gilda í fyrirfram ákveðinn tíma en þó aldrei lengur en gildistími áskriftarinnar. Sé áskrift sagt upp, greiðsla gengur ekki í gegn, eða skipt er um greiðslukort ógildast inneignirnar. Lendi áskrifendur í vandræðum vegna þessa og þurfa jafnvel að kaupa nýja áskrift þar sem viðkomandi hefur fengið nýtt greiðslukort eða að áskriftin hafi runnið út af öðrum óviðráðanlegum ástæðum, þarf að senda okkur póst á info@evenlabs.is og óska eftir því að inneignin sé tengd við nýja áskrift (á sama nafni).

Áskriftargjaldið er innheimt sama mánaðardag og áskriftin var keypt, jafnvel þótt endurnýjun hafi frestast af einhverjum ástæðum (nýtt kort, eða ekki innistæða fyrir áskriftinni).

Áskrift má segja upp eftir að lágmarksbindingu (mismunandi eftir áskriftarleiðum) hefur verið náð, með því að senda tölvupóst á netfangið info@evenlabs.is þar sem kennitala og netfang áskrifanda kemur fram. Uppsögn tekur gildi þann dag sem hún er afgreidd og lokast því samhliða, en við mælumst því með henni sé sagt upp að minnsta kosti tveimur heilum virkum dögum fyrir næstu endurnýjun, þannig að hún sé afgreidd áður en sjálfvirk endurnýjun tekur gildi.

Tímabókanir

Áskrifendur skulu leitast panta tíma á netinu, enda miðast verðlagning áskrifta við það.

Starfsfólk er boðið og búið til að aðstoða nýja áskrifendur við bókunarferlið, en þá er lykilatriði að vista lykilorðið að mínum síðum í símanum í öllum þeim vöfrum (browsers) sem viðkomandi notar að jafnaði.

Hægt er að óska eftir því að starfsmaður bóki tíma á staðnum eða í gegnum síma gegn sérstöku gjaldi (hærra áskriftarverð) eða tilfallandi.

Viðskiptasamband áskrifanda og Even labs

Áskrifandinn getur einn nýtt sér áskriftina, áskriftarsamningurinn er milli áskrifandans og Even labs. Í þeim tilfellum þar sem áskrifandi og greiðandi áskriftarinnar er ekki einn og sami einstaklingurinn/lögaðilinn, er litið svo á að skráður áskrifandi sé neitandi þjónustunnar.

Áskrifandi sem bókar tíma, skal mæta eða boða ella forföll á “mínum síðum” með a.m.k. klukkutíma fyrirvara. Séu forföll boðuð með skemmri tíma, er hægt að hringja í 4197770.

Even Labs áskilur sér rétt til þess að rukka áskrifendur (sem eru með 100% afslátt af meðferðum) ef upp koma ítrekuð óboðuð forföll.

Allar tilraunir til þess að bóka fyrir aðra en áskrifandann, leyfa öðrum að mæta í meðferð sem áskrifandi hefur pantað og/eða mæta ítrekað ekki í bókaða tíma, verða litnar mjög alvarlegum augum. Even labs áskilur sér rétt til þess að rukka áskrifanda um fullt listaverð hverrar þjónustu sem hefur verið nýtt af öðrum en áskrifanda og hálfvirði fyrir þá þjónustu sem er bókuð án þess að mætt sé eða tíminn afturkallaður með a.m.k. klukkutíma fyrirvara. Við endurtekin eða alvarleg brot á þessu ákvæði er Even labs heimilt að rifta áskriftarsamningi einhliða og innheimta eftirstöðvar áskriftarsamningsins (uppsagnarfrestur áskriftarinnar).

Kvittun eða reikningur

Eftir skráningu og við hverja endurnýjun áskriftar, fá áskrifendur senda kvittun á tölvupósti.

Útrunnið eða lokað kort

Fari svo að greiðslukortið renni út eða verði lokað af einhverjum ástæðum, munum við senda þér hlekk þar sem þú getur sett inn upplýsingar um nýtt kort. Í undantekningartilvikum verða eftirstöðvar áskriftar settar í innheimtu á kennitölu áskrifenda með vísan í þessa skilmála og uppsagnarákvæði hverrar áskriftar.

Áskrift endurnýjast ávallt þann mánaðardag sem áskriftin var keypt, jafnvel þótt áskriftin var óvirk um tíma vegna greiðslutafa sbr. ofangreint.

Kortaupplýsingar

Við skráningu í kortagreiðslur gefur áskrifandi leyfi til þess að geymdar séu nauðsynlegar greiðsluupplýsingar sem nýttar eru við sjálfvirka endurnýjun áskriftarinnar. Þessum upplýsingum er eytt um leið og áskriftinni lýkur.

Verð

Verðbreytingar á áskriftum verða tilkynntar með a.m.k. 100 daga fyrirvara. Öll verð eru birt með virðisaukaskatti.

Afhending

Þegar tilkynning um nýjan áskrifenda hefur verið staðfest, getur áskrifandi byrjað að nýta sér þá þjónustu sem henni tengist og er þjónustan talin hafa verið full afhend við lok hvers tímabils.

Endurgreiðslur

Áskriftir eru ekki endurgreiddar að fullu né að hluta.

Tilkynningar

Allar athugasemdir, ábendingar eða kvartanir er best að senda á info@evenlabs.is.

Allar spurningar varðandi vörur og þjónustu berist Even Labs.