Viðskiptaskilmálar Even labs

Almennir skilmálar:

 • Ítarlegri skilmálar eru hér að neðan, en þá þarf að smella á hverja númeraða fyrirsögn til að sjá undirkaflana.
 • Tímakort eða inneignir gilda í takmarkaðan tíma, enda eru þau keypt með talsverðum afslætti. Í sérstökum tilfellum er hægt er að óska eftir framlengingu á gildistíma með þvi að senda okkur póst á info@evenlabs.is
 • Viðskiptavinir eru beðnir um að panta sjálfir tíma á netinu eða í símanum, þannig náum við að halda kostnaði og þar af leiðandi verðum í hófi.
 • Viðskiptavinur sem kemst ekki í skipulagðan tíma, skal leitast við að færa tímann á nýja tímaseningu í gegnum “mínar síður”, með hæfilegum fyrirvara (innan 5 mínútna). Sé tíminn ekki færður til með hæfilegum fyrirvara, er ekki hægt að gera það eftirá.
 • Engar endurgreiðslur eru í boði, hvort sem það á við um staka tíma, tímakort eða áskriftir. 
 • Vörukaup miðast við að varan sé sótt til okkar í Faxafen 14.
1. Gildistími og uppsögn áskrifta (smella til að opna undirkafla)

Svo lengi sem áskriftin er í gildi, verður mánaðargjaldið dregið af uppgefnu korti áskrifanda.

Inneignarkort, sem keypt eru sem hluti af áskrift (inneignaráskriftir) eða viðbótarinneignir sem keyptar eru til viðbótar, gilda í fyrirfram ákveðinn tíma en þó aldrei lengur en gildistími áskriftarinnar. Sé áskrift sagt upp, greiðsla gengur ekki í gegn, eða skipt er um greiðslukort ógildast inneignirnar. Lendi áskrifendur í vandræðum vegna þessa og þurfa jafnvel að kaupa nýja áskrift þar sem viðkomandi hefur fengið nýtt greiðslukort eða að áskriftin hafi runnið út af öðrum óviðráðanlegum ástæðum, þarf að senda okkur póst á info@evenlabs.is og óska eftir því að inneignin sé tengd við nýja áskrift (á sama nafni).

Áskriftargjaldið er innheimt sama mánaðardag og áskriftin var keypt, jafnvel þótt endurnýjun hafi frestast af einhverjum ástæðum (nýtt kort, eða ekki innistæða fyrir áskriftinni).

Áskrift er virk þar til henni er sagt upp, en henni má segja upp eftir að lágmarksbindingu (mismunandi eftir áskriftarleiðum) hefur verið náð, með því að fara inn á “mínar síður” og segja henni upp þar. Uppsögn tekur gildi þann dag sem hún er afgreidd og lokast því samhliða.

2. Tímabókanir

Viðskiptavinir skulu leitast panta tíma á netinu, enda miðast verðlagning við það. Ef færa á bókaðan tíma eða hætta við hann er hægt að gera það á “mínum síðum” innan 5 mínútna frá því að bókunin á að hefjast. Ekki er hægt að færa tímann eftir að sá tímafrestur er runninn.

Starfsfólk er boðið og búið til að aðstoða nýja viðskiptavini við bókunarferlið og mælumst við til þess að lykilorðið sé vistað í símanum á öllum þeim vöfrum (browsers) sem viðkomandi notar að jafnaði.

Hægt er að óska eftir því að starfsmaður bóki tíma á í síma eða á staðnum gegn sérstöku bókunargjaldi.

3. Viðskiptasamband áskrifanda og Even labs

Áskrifandinn getur einn nýtt sér áskriftina, áskriftarsamningurinn er milli áskrifandans og Even labs. Í þeim tilfellum þar sem áskrifandi og greiðandi áskriftarinnar er ekki einn og sami einstaklingurinn/lögaðilinn, er litið svo á að skráður áskrifandi sé neitandi þjónustunnar.

Allar tilraunir til þess að bóka fyrir aðra en áskrifandann, leyfa öðrum að mæta í meðferð sem áskrifandi hefur pantað og/eða mæta ítrekað ekki í bókaða tíma, verða litnar mjög alvarlegum augum. Even labs áskilur sér rétt til þess að rukka áskrifanda um fullt listaverð hverrar þjónustu sem hefur verið nýtt af öðrum en áskrifanda og hálfvirði fyrir þá þjónustu sem er bókuð án þess að mætt sé eða tíminn afturkallaður fyrirfram. Við endurtekin eða alvarleg brot á þessu ákvæði er Even labs heimilt að rifta áskriftarsamningi einhliða og innheimta eftirstöðvar áskriftarsamningsins (uppsagnarfrestur áskriftarinnar).

4. Kvittun eða reikningur

Eftir skráningu og við hverja endurnýjun áskriftar, fá áskrifendur senda kvittun á tölvupósti.

5. Útrunnið eða lokað kort

Fari svo að greiðslukortið renni út eða verði lokað af einhverjum ástæðum, munum við senda þér hlekk þar sem þú getur sett inn upplýsingar um nýtt kort. Í þeim tilfellum sem áskrift endurnýjar sig ekki sjálfkrafa af ofangreindum ástæðum, stofnum við kröfu í netbanka þar sem endurnýjunardagur áskriftarinnar er gjalddagi og eindagi. Þegar krafa er greidd í netbanka er mælt með því að senda okkur tölvupóst því til staðfestingar þannig að hægt sé að opna fyrr en ella fyrir áskriftina.

Áskrift endurnýjast ávallt þann mánaðardag sem áskriftin var keypt, jafnvel þótt áskriftin var óvirk um tíma vegna greiðslutafa sbr. ofangreint.

6. Kortaupplýsingar

Við skráningu í kortagreiðslur gefur áskrifandi leyfi til þess að geymdar séu nauðsynlegar greiðsluupplýsingar sem nýttar eru við sjálfvirka endurnýjun áskriftarinnar. Even Labs geymir aldrei kortaupplýsingarnar beint, heldur er geymdur “token” frá kortafyrirtækinu sem er dulkóðað númer sem tryggir að óviðkomandi aðili getur ekki notað kortaupplýsingarnar í annarlegum tilgangi. Þessum upplýsingum er eytt um leið og áskriftinni lýkur.

7. Verðbreytingar

Verðbreytingar á nýjum áskriftum kunna að vera gerðar fyrirvaralaust, en verðbreytingar á gildandi áskriftum eru tilkynntar með a.m.k. 90 daga fyrirvara. Öll verð eru birt með virðisaukaskatti.

8. Afhending

Þegar tilkynning um nýjan áskrifenda hefur verið staðfest, getur áskrifandi byrjað að nýta sér þá þjónustu sem henni tengist og er þjónustan talin hafa verið full afhend við lok hvers tímabils.

Afhending á vörum fer fram í Faxafeni 14, nema annað sé umsamið.

9. Endurgreiðslur

Hvorki vörur, gjafabréf né áskriftir eru ekki endurgreiddar að fullu né að hluta.

10. Tilkynningar

Allar athugasemdir, spurningar, ábendingar eða kvartanir er best að senda á info@evenlabs.is.

11. Klúbburinn - Aðgangur að Even Labs þvert á auglýstan opnunartíma
 • Viðskiptavinum býðst aðgangur að Even Labs þvert á auglýstan opnunartíma, með þeim fyrirvara að viðkomandi hafi sótt um í Klúbbnum okkar og fengið umsóknina staðfesta. Því mun enginn fá aðgang nema hafa verið samþykktur sérstaklega. Þeir sem eru með slíkan aðgang eru hér eftir kallaðir “Klúbbmeðlimir”
 • Aðgangurinn að virkar þannig, að símanúmer klúbbmeðlima virkar sem lykill að lásnum, svo framarlega sem tíminn sé bókaður með a.m.k. 7 mínútna fyrirvara. Símanúmerið virkar sem aðgangskóði að hurðinni 15 mínútum áður en bókaður tími hefst og er virkur allt þar til 5 mínútum eftir að tíminn átti að hefjast.
 • Ófrávíkjanlegar reglur sem eru algildar og sérstaklega mikilvægt að Klúbbmeðlimir virði og tilkynni allan grun um að einhver annar Klúbbmeðlimur hafi brotið gegn.
  • Aðgangur er óheimill fyrir annan en Klúbbmeðlimi, stranglega bannað er að taka með gesti sem eru ekki búnir að sækja um í Klúbbnum og fá samþykkta umsókn. Undanþágur eru veittar, þeim sem þurfa stuðning eða aðstoð, en þá þarf að senda tölvupóst á info@evenlabs.is með góðum fyrirvara og/eða til þess að fá varanlega undanþágu frá þessarri reglu.
  • Allir tímar eru bókaðir fyrirfram, óheimilt er að vera lengur á staðnum en skynsamur einstaklingur myndi telja eðlilegt miðað við bókaðan tíma, frágang og þrif.
  • Öll neysla hverskyns vímu- eða eigurefna er með öllu óheimil, eins er óheimilt að vera undir áhrifum slíkra efna á staðnum.
  • Brot á ofangreindum reglum kalla á sérstaka gjaldtöku, 7.500 kr. gjald fyrir hvert brot, en ítrekuð brot geta leitt til þess að aðgangur minn verði afturkallaður án þess að það sé bætt sérstaklega.
 • Eftirfarandi skilmálar gilda fyrir þá sem hafa gert samning um lyklalaust aðgengi að Even Labs og er orðaður í fyrstu persónu eintölu.
  • Ég samþykki að fara í einu og öllu að leiðbeiningum um notkun tækja, frágang og þrif eftir notkun.
  • Ég samþykki að bóka alla þá tíma sem ég kem í, sjálfur á netinu og afbóka þá a.m.k. 7 mínútum áður en tíminn hefst í gegnum mínar síður ef ég kemst ekki.
  • Ég samþykki að koma tímalega og vera ekki lengur á staðnum en sem nemur bókuðum tíma og eðlilegum tíma við undirbúning og frágang fyrir og eftir bókaðan tíma.
  • Ég samþykki að borga sérstakt gjald, allt að kr. 7.500 fyrir brot á ofangreindum reglum, gjaldið verður skuldfært af kortinu mínu eða krafa stofnuð í heimabanka.
  • Ég samþykki að kynna mér vel notkun á hverju tæki fyrir sig og ég samþykki að bera ábyrgð á því að ég noti tækið með réttum hætti hvort sem það snýr að eigin öryggi eða tækisins.
  • Ég samþykki að vera öðrum viðskiptavinum innan handar ef þeir eru í vandræðum og vera kurteis, umburðarlynd(ur) og skilningsrík(ur) í garð annarra ef tafir hafa orðið eða ef viðkomandi gerði mistök (fór í rangan klefa).
  • Ég samþykki að hringja á neyðarlínuna ef upp koma hverskyns neyðartilvik hjá mér eða öðrum gestum auk þess að hringja við fyrsta mögulega tækifæri þar á eftir í síma 4197770 til að upplýsa um málið. Ég samþykki jafnframt að tilkynna minniháttar tilvik á tölvupósti á netfangið info@evenlabs.is. 
  • Ég samþykki að Even Labs getur á hverjum tímapunkti ákveðið að stytta opnunartíma hjá Klúbbmeðlimum án ástæðu eða fyrirvara. Eins samþykki ég að Even Labs geti gert breytingar á reglum eða skilmálum þessum ef upp koma tilfelli eða tilvik sem kalla á slíkar breytingar.
  • Ég samþykki að Even Labs getur fyrirvaralaust meinað mér um frekari aðgang utan auglýsts opnunartíma, án ástæðu, enda gæti það stafað að öryggi eða öryggistilfinningu annarra Klúbbmeðlima.
12. Tækjaleiga

Neðangreindir skilmálar gilda um tækjaleigu Even Labs, en þá getur þú fengið valin tæki heim til þín í hálfan dag, heilan dag eða yfir helgi gegn gjaldi. Þeir sem leigja tæki með þessum hætti, samþykkja eftirfarandi skilmála:

 1. Sá sem leigir tæki á evenlabs.is og notar þau utan Even Labs er hér eftir kallaður leigutaki og Even Labs er skilgreint sem leigusali.
 2. Tæki og hverskyns búnaður, ásamt fylgihlutum (hér eftir nefnt “Hið leigða”) hefur leigusali afhent leigutaka í því ástandi sem það er og leigutaki hefur kynnt sér, leigutaka ber að tilkynna leigusala um hverskyns vandamál eða bilun við fyrsta mögulega tækifæri. Leigutaki hefur einnig kynnt sér notkun og meðferð hins leigða og samþykkir að hringja tafarlaust í leigusala ef hann er í vafa um notkun hins leigða.
 3. Leigutaki er ábyrgur fyrir tjóni sem kann að verða á tækinu og hinu leigða ásamt fylgihlutum þess, vegna ógætilegrar og/eða rangrar notkunar.
 4. Leigutaki ber fulla ábyrgð ef tæki tapast eða því er stolið úr vörslu hans.
 5. Leigusali er á engan hátt ábyrgur vegna slysa eða skemmdaer kunna að orsakast af notkun, meðferð eða flutningi á hinu leigða er hann leigir út.
 6. Leigugjald reiknast frá þeim tíma að tækið er afhent þar til því er skilað til leigusala.
 7. Leigutaka er óheimilt að lána eða framleigja hið leigða nema með skriflegu leyfi leigusala.
 8. Leigutaki greiðir allan kostnað af flutningi hins leigða til og frá leigusala.
 9. Ef leigutaki stendur ekki skil á leigugreiðslum eða brýtur í bága við leigusamning þennna, getur leigusali sótt hið leigða til leigutaka á kostnað leigutaka.
 10. Leigutaka er skylt að skila hinu leigða eingöngu í eigin persónu, til sama aðila og hið leigða var sótt til eða fara að öðru leiti eftir leiðbeiningum leigusala hverju sinni um skil á búnaði. Leigusali skal skila hinu leigða þrifnu og í sama ástandi og það var við afhendingu.
 11. Allur kostnaður sem kann að skapast við hið leigða, hvort sem um er að ræða aukagjöld, hvers kyns viðbótar kostnaður, viðgerð á hinu leigða eða tjón af völdum leigutaka, er á ábyrgð leigutaka og verður innheimt með kröfu í heimabanka.