Viðskiptaskilmálar Even labs

Áskriftir – Lykilatriðin á mannamáli:

  • Þú getur sagt áskriftinni upp með þriggja mánaða fyrirvara, við látum þig vita með rúmlega þeim fyrirvara ef við hækkum verð.
  • Þú pantar tíma á netinu – þú ert með 100% afslátt af þeim meðferðum sem eru innifaldar í áskriftinni þinni.
  • Þú og aðeins þú getur nýtt þér áskriftina og forföll þarf að boða með að lágmarki klukkutíma fyrirvara, annað er brot á samningnum.
Gildistími og uppsögn áskriftar

Svo lengi sem áskriftin er í gildi, verður mánaðargjaldið dregið af uppgefnu korti áskrifanda. Þú getur sagt áskriftinni upp með þriggja mánaða uppsagnarfresti með því að senda tölvupóst á netfangið info@evenlabs.is þar sem kennitala og netfang áskrifanda kemur fram.

Tímabókanir

Áskrifendur skulu leitast við að panta tíma á netinu, hver og einn áskrifandi fær 100% afslátt af þeim meðferðum sem áskriftin veitir honum aðgang að.

Viðskiptasamband áskrifanda og Even labs

Áskrifandinn getur einn nýtt sér áskriftina, áskriftarsamningurinn er milli áskrifandans og Even labs. Í þeim tilfellum þar sem áskrifandi og greiðandi áskriftarinnar er ekki einn og sami einstaklingurinn/lögaðilinn, er litið svo á að skráður áskrifandi sé neitandi þjónustunnar.

Áskrifandi sem bókar tíma án endurgjalds vegna áskriftarinnar, skal mæta eða boða forföll með sannarlegum hætti í bókunarkerfinu með a.m.k. klukkutíma fyrirvara.

Allar tilraunir til þess að bóka fyrir aðra en áskrifandann, leyfa öðrum að mæta í meðferð sem áskrifandi hefur pantað og/eða mæta ítrekað ekki í bókaða tíma, verða litnar mjög alvarlegum augum. Even labs áskilur sér rétt til þess að rukka áskrifanda um fullt listaverð hverrar þjónustu sem hefur verið nýtt af öðrum en áskrifanda og hálfvirði fyrir þá þjónustu sem er bókuð án þess að mætt sé eða tíminn afturkallaður með a.m.k. klukkutíma fyrirvara. Við endurtekin eða alvarleg brot á þessu ákvæði er Even labs heimilt að rifta áskriftarsamningi einhliða.

Kvittun eða reikningur

Eftir skráningu og við hverja endurnýjun áskriftar, fá áskrifendur senda kvittun á tölvupósti.

Útrunnið eða lokað kort

Fari svo að greiðslukortið renni út eða verði lokað af einhverjum ástæðum, munum við senda þér hlekk þar sem þú getur sett inn upplýsingar um nýtt kort. Í undantekningartilvikum verða eftirstöðvar áskriftar settar í innheimtu á kennitölu áskrifenda með vísan í þessa skilmála og uppsagnarákvæði hverrar áskriftar.

Kortaupplýsingar

Við skráningu í kortagreiðslur gefur áskrifandi leyfi til þess að geymdar séu nauðsynlegar greiðsluupplýsingar sem nýttar eru við sjálfvirka endurnýjun áskriftarinnar. Þessum upplýsingum er eytt um leið og áskriftinni lýkur.

Verð

Verðbreytingar á áskriftum verða tilkynntar með a.m.k. 100 daga fyrirvara. Öll verð eru birt með virðisaukaskatti.

Afhending

Þegar tilkynning um nýjan áskrifenda hefur verið staðfest, getur áskrifandi byrjað að nýta sér þá þjónustu sem henni tengist og er þjónustan talin hafa verið full afhend við lok hvers tímabils.

Endurgreiðslur

Áskriftir eru ekki endurgreiddar að fullu né að hluta.

Tilkynningar

Allar athugasemdir, ábendingar eða kvartanir er best að senda á info@evenlabs.is.

Allar spurningar varðandi vörur og þjónustu berist Even Labs.