Gestapassi

4.000kr.

Áskrifendum býðst núna að taka með sér einn gest í lyklalausum aðgangi – að því gefnu að gesturinn kaupi þennan “Gesta passa”. Gesturinn verður því sjálkrafa viðskiptavinur Even Labs og samþykkir skilmála okkar en að öðru leiti er engin skuldbinding í því fólgið að koma í gestatíma.

Gesturinn fær sendan tölvupóst með 4.000,- króna afsláttarmiða um leið og gestapassinn er keyptur, inneignin gildir aðeins þegar og ef gesturinn ákveður að kaupa sér áskrift. Áskrifandi sem tekur með sér gest, fær jafnframt senda 4.000 kr. viðbótar inneign ef gesturinn kaupir sér áskrift innan 30 daga frá heimsókninni.

Áskrifandi bókar tíma fyrir sig og gestinn, greiði hann fyrir heimsókn gestsins með inneign sinni, fær hann leiðréttingu á inneigninni til hækkunar þegar gesturinn kaupir gestapassann, enda aðeins greitt einu sinni fyrir heimsókn gestsins.

Athugið – Þetta er undantekningin sem sannar regluna – þar sem áskrift er aðeins fyrir áskrifandann sjálfan auk þess sem lyklalaus aðgangur er aðeins fyrir þann sem sækir um hann fyrir sig persónulega.

Flokkur: