JOOVV Rauðljós

4.990kr. 20 min.

Rauðljósameðferðin frá JOOVV er áhrifarík meðferð en hægt er að velja á milli þess að nota rauð ljós eða innrauð ljós eingöngu, eða bæði ljósin samtímis. Þúsundir rannsókna hafa verið gerðar á notkun rauðra og innrauðra ljósa og hafa þær sýnt fram á jákvæð áhrif þeirra á fjölmörgum sviðum. Rauðljós og innrauð ljósameðferðir stuðla að eftirfarandi:

  • Betra blóðflæði – Eflir bæði súrefnis og næringarflæði til vefja, líffæra og vöðva. Aukin orka, vellíðan og aukinni endurheimt.
    • Algengustu einkenni skerts blóðflæðis eru náladofi, sinadráttur, pirringur / ertingur í handleggjum og fótum. Karlmenn geta glímt við risvandamál vegna skerts blóðflæðis.
  • Linar verki – Innrauðljós framleiða djúpan hita sem mýkir vöðva, dregur úr bólgum,  hvers kyns meiðslum og álagi sem líkaminn verður fyrir. Meðferð þessi hefur reynst m.a. fólki vel sem þjáist af gigt , íþróttafólki og öðrum sem þjást af langvarandi verkjum í stoðkerfinu.
  • Bætir svefn – Góður svefn er grundvöllur að góðri heilsu og vellíðan. Rauð og innrauð ljós aðstoða upptöku melatonins og D3 vítamíns. Á Íslandi er sólin ekki nægilega hátt á lofti stóran hluta ársins til að framleiðsla á D – vítamíni geti átt sér stað í húðinni og er því öllum Íslendingum ráðlagt að taka D – vítamín. Melatonin er hormón sem líkaminn framleiðir en talið er að slík framleiðsla minnki í líkamanum vegna bláuu ljósanna sem tölvur og snjallsímar gefa frá sér. Melatonin stuðlar að bættum svefni, lækkar kólestról og er einnig sagt minnka krabbameinsæxli. Bættur svefn stuðlar m.a. að;
    • Afeitrun og hvíld
    • Hjarta og blóðþrýstingur
    • Matarlyst
    • Ónæmi
    • Vöxtur
    • Frumuviðgerð og húð
  • Streitulosun – Hitinn sem myndast frá innrauðum ljósum hjálpa öllum líkamanum að slaka á og draga úr streitu.
  • Fitutap – Rauð og innrauð ljós geta aðstoðað líkamann til að hækka púlsinn og örva því efnaskipti líkamans. Þá getur meðferðin stuðlað að niðurbroti fitufruma ásamt að draga úr appelsínuhúð.
  • Afeitrun – Rauð og innrauð ljós hita líkamann að innanverðu sem ýtir undir framleiðslu svita og aðstoðar líkamann að losa sig við eitur- og úrgangsefni.
  • Húðvandamál –  Rannsóknir sýna að rauð og innrauð ljósameðferð flýtir fyrir því að húðin jafni sig eftir t.d. ör, uppskurð og brunasárum að gróa. Þá hefur fólk sem þjáist af rósroða, exemi og psoraisis verið ráðlagt að fara í rauðljósameðferðir og hefur það skilað miklum árangri.
  • Kollagen – Rauðljósameðferð ýtir undir náttúrulegri myndun kollagens í húðinni, minnkar fínar línur og hrukkur ásamt að gefa húðinni náttúrlegan raka.

Ráðlegt er að vera léttklæddur á meðan meðferð stendur, staðið eða setið er fyrir framan ljós panel á meðan meðferð stendur. Ekki er nauðsynlegt að fara í sturtu að lokinni meðferðinni.

Flokkur: