Endurheimt (e. Recovery)

Íþróttafólk sem ætlar sér að ná miklum árangri þekkir flest mikilvægi endurheimtar (e. recovery). Ýmsar leiðir eru þekktar til að flýta endurheimt, en með því að flýta endurheimt tíminn styttur sem tekur líkamann til að ná vopnum sínum eftir æfingu. Styttri tími í endurheimt skilar sér í því að hægt er að æfa oftar og af meiri krafti á hverri æfingu. Það eykur síðan árangur íþróttafólks.

Sagt er að munurinn á milli íþróttafólks sem nær miklum árangri og þeirra sem ná minni árangri, felist í þessu „extra“ sem fyrrnefndi hópurinn gerir. Þar má nefna auka æfingar, matarræði og ekki síst að huga vel að endurheimt eftir æfingar. Endurheimt eftir æfingar minnkar líka líkur á meiðslum.

Allar meðferðir Even Labs hafa góð áhrif á endurheimt.

Normatec – þrýstinudd

Flestir af bestu íþróttamönnum heims nota Normatec þrýstimeðferðina reglulega til að flýta endurheimt. Líkja má meðferðinni við nudd þar sem loftþrýstingur nuddar líkamann eftir ákveðnu kerfi. Hjá Even Labs er hægt að velja á milli þess að fá meðferð á fætur, mjaðmir eða hendur.

Þessi meðferð minnkar bjúg og bólgur, minnkar líkur á eða kemur í veg fyrir harðsperrur, minnkar verki í vöðvum, eykur liðleika og hreyfanleika, fjarlægir mjólkursýrur og önnur efni sem safnast upp á æfingum og minnkar vöðvaþreytu.

Um 97% af atvinnumönnum í hópíþróttum í Bandaríkjunum nota Normatec, oftast eftir æfingar en líka í upphitun.

Sweat – fjar innfrarauð ljósameðferð

Þessari meðferð má líkja við Inrautt gufubað nema að höfuðið stendur uppúr og hitnar því ekki beint af hitageislunum. Það gerir það að verkum að auðveldara er að vera lengur í meðferðinni en í hefðbundnum gufuböðum, en alls er meðferðin 55 mínútur.

Íþróttafólk hefur lengi notað gufuböð til að flýta endurheimt. Hitinn flýtir endurheimt með því að örva blóðrásina og flytja þannig súrefnisríkt blóð til vöðva í súrefnisþurrð. Hitinn hjálpar vöðvum einnig við að slaka betur á og létta þannig vöðvaspennu.

Á meðan meðferðinni stendur, er hægt að horfa á Netflix eða hlusta á hljóðbók. Me-time frá öllu dagsins amstri. Þú losnar við ýmis eiturefni og í lokin ertu í endorfín vímu sem er sannkölluð gleðivíma. Á þessari tæpu klukkustund máttu eiga von á að svitna um 1-3 lítrum af vatni.

Hljóðbylgjunudd

Hljóðbylgjunudd (Low frequency vibration) tæknin frá Neurosonic styður við náttúrulega leið líkamans til að slaka á og aðstoða við endurheimt (recovery). Kostir þess fyrir íþróttamenn eru fjölmargir, en við bjóðum upp á sérstakt prógramm sem er sérstaklega hugsað fyrir íþróttamenn.

Hljóðbylgjunudd hefur almennt róandi áhrif á líkamann, hugann sem og sjálfvirka taugakerfið. Framleiðsla á stresshormónum minnkar og eðlilegir svefn ferlar eru endursettir. Þegar farið er í hljóðbylgjundd að lokinni erfiðri æfingu eða eftir keppnisdag, verður næturhvíldin betri, endurheimt hraðari og minni líkur á andvökunætum.

Hljóðbylgjunuddið virkjar blóðhringrásina og virkni innyfla, þar sem ósjálfráð taugaviðbrögð eru aukin. Seratónín magn eykst samhliða, sem eykur vellíðan og róar taugarnar. Hljóðbylgjurnar framkalla ástand í líkamanum sem verður þess valdandi að líkaminn nær að koma sér úr “fight and flight mode”.

Cryo – Alvöru kuldameðferð

Lengi hafa kaldir bakstrar verið notaði til að meðhöndla álagsmeiðsli hjá íþróttafólki. Með staðbundnu kuldameðferð Even Labs, þar sem frostið fer niður í allt að 60 gráður, næst skjótari og meiri árangur en af hefðbundnum köldum bökstrum. Meðferðirnar taka aðeins um 2-3 mínútur.

Rauð og nær innfrarauð ljósameðferð

Regluleg notkun á Joovv rauðljósameðferðinni hefur margvísleg áhrif á íþróttafólk. Meðferðin getur komið í veg fyrir bólgur, harðsperrur og verki í liðum sem síðar geta framkallað meiðsli. Þá hefur verið sýnt fram á að rauðljósameðferðir auka orku á æfingum sem hjálpar íþróttafólki að ná enn betri árangri.

Rauð og infrarauð ljós hafa sannað gildi sitt. Í stuttu máli sagt eru þau allra meina bót, ef marka má þúsundir rannsókna sem gerðar hafa verið á þessum ljósum. Flestir taka báðar bylgjulengdirnar saman en þá koma aðrir ábatar líklega á óvart.

Rauða ljósið er á bylgjulengdinni 660 nm og ljósið fer rétt á húðina, og hefur frábær áhrif á húðsjúkdóma af öllu tagi, brunasár, bólur og exem. Infrarauða ljósið er á bylgjulengdinni 850 nm og getur skipt sköpum við bjúgi, gigt af öllum tegundum, vöðvabólgu og öllum verkjum.

Áskriftir

Ofangreindar meðferðir má kaupa stakar, en allir þeir sem ætla sér að ná góðum og viðfarandi árangri, geta keypt sér áskrift. Þannig er hægt að koma oft fyrstu vikurnar á meðan verið er að ná sér á strik. Hér að neðan má fá frekari upplýsingar um þær áskriftarleiðir sem henta þeim sem eru með bjúg eða tengd vandamál.

Sweat + Joovv

Recovery Pakkinn

Allur pakkinn

“Loksins er komið alvöru Recovery Center í Reykjavík. Ég hef notað Normatec og rauðljósameðferð á æfingarferðum erlendis og er það algjörlega ómissandi þáttur af æfingarprógramminu mínu. Ég er einnig mjög heilluð af hljóðbylgjunuddinu og hlakka til að koma í kuldameðferð og Sweat þegar ég er á landinu”
Katrín Tanja

Crossfit meistari

“”
Jón Jónsson

Fótboltamaður