Þrýstimeðferð – Sogæðanudd
4.995kr. 25 min.
Þrýstinuddið frá Normatec er frábær meðferð bæði fyrir íþróttafólk og þá sem þjást t.d. af skertu blóðflæði, bólgum og bjúg í líkamanum. Þá er það vísindalega sannað að meðferð sem þessi vinnur á eftirfarandi atriðum en heimsklassa íþróttafólk um heim allan notast við slíka tækni til að bæta endurheimt eftir erfiðar æfingar. Þrýstinudd eykur blóðflæði, minnkar bólgur, stinnir húðina, vinnur á erfiðum fitusvæðum og appelsínuhúð ásamt að aðstoða líkamann við að endurheimta sig eftir t.d. mikið álag. Þá er boðið upp á þrjú mismundandi sogæðanudd; þrýstinudd á fótum, höndum og mjöðjum.
Meðferðin stuðlar að eftirfarandi:
- Aðstoðar líkamann að afeitra sig
- Losar um bjúg og aðra vökvasöfnun
- Stinnir og þéttir húðina
- Minnkar ummál
- Eykur framleiðlu á elastín, kollagen og hyalourinsýru
- Losar um stíflur í sogæðakerfinu
- Eykur blóðflæði
- Losar um bólgur í vefjum
- Vinnur á gigt og svæðum sem eru verkjuð
Það þarf hvorki að skipta um föt fyrir eða eftir tímann. Mælt er með að vera í langermabol og síðum buxum meðan meðferð stendur.