Normatec þrýstimeðferð

3.995kr. 25 min.

Þrýstinudd hentar vel til að minnka hvers kyns bólgur og bjúg. Meðferðin felst í því að fætur, hendur* eða mitti er kerfisbundið meðhöndlað með loftþrýstingi. Flestir heimsklassa íþróttamenn hafa notað þessa tækni til að bæta endurheimt eftir erfiða æfingu.

Flýtir endurheimt eftir hverskyns álag á líkamann, hefur jákvæð áhrif á æðahnúta, bjúg og appelsínuhúð.

Það þarf hvorki að skipta um föt fyrir meðferð, né fara í sturtu að lokinni meðferðinni, maður leggst fullklæddur á bekk og klæðir sig í sokka, buxur eða ermar eftir því hvor tegund meðferðar er valin. Það er betra að vera í síðerma peysu þegar farið er í þrýstinudd fyrir hendur og síðbuxum þegar farið er í þrýstinudd fyrir fætur.

Flokkur: