Sweat spa

5.995kr. 55 min.

Sweat spa getur bætt svefn eftir meðferð, brennir allt að 1600 kaloríum í hvert skipti auk þess að hjálpa líkamanum að hreinsa út eiturefni sem safnast hafa upp í líkamanum. Þú liggur umvafinn í tæpan klukkutíma og slakar á meðan líkaminn hreinsar sig af uppsöfnuðum aukaefnum, með hjálp innrauðra ljósa. Sjá nánari upplýsingar hér að neðan.

Flokkur:

Lýsing

Í meðferðinni liggur þú í góðu yfirlæti í jogging galla, í infrared teppi sem er hálfgerður svefnpoki. Meðferðin tekur 55 mínútur og síðustu 20 mínúturnar reynast mörgum erfiðar. Fyrir framan þig er sjónvarp þar sem þú getur horft á Netflix. Til að ná hámarksárangri mælum við með að hendurnar liggi meðfram líkamanum allan tímann, fyrir utan þegar þú færð þér vatn. Mikilvægt er að drekka mikið vatn og ef þú stundar sweat reglulega að gæta þess að fá næg steinefni. Ef þér líður þannig að þú sért að brenna á ákveðnum svæðum, t.d. á kálfum eða rassi, skaltu færa þig aðeins til. Við komum til þín með kaldan þvottapoka þegar um 15 mínútur eru eftir af meðferðinni. Auk þess komum við til þín að lágmarki einu sinni til tvisvar á meðan á meðferðinni stendur, til að ganga úr skugga um að allt sé í lagi hjá þér.

Þú mátt búast við að svitna meira en þú hefur nokkurn tímann gert og ef þú stundar einhvers konar líkamsrækt máttu búast við að svitna meira en venjulega næstu daga á eftir. Ástæðan fyrir því að við erum ekki með sturtur er sú að við mælum ekki með að fara í sturtu fyrr en nokkrum klukkustundum eftir sweat.

Mikilvægt að vera í langerma bol, langerma buxum og sokkum, það er einnig mögulegt að leigja jogging galla á staðnum. Við mælum líka með að vera með auka sett af sokkum og auka handklæði í bílnum!